Klara sendir frá sér órafmagnaðar útgáfur á hverjum fimmtudegi fram að Þjóðhátíð og eru þær allar frumsýndar á Vísi. Hún er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár, sem ber nafnið Eyjanótt.

Ástin á sér stað er upprunalega lag eftir Halldór Gunnar og Sverri Bergmann en Halldór Gunnar sér um undirspil í þessari nýju útgáfu.