Að kljást við fólkið sem lætur þig vinna vinnuna sína Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2022 07:01 Það er algengt en lýjandi að vinna með fólki sem kemst upp með að láta aðra sjá um verkefnin sín. Og oft erfitt að sjá hvernig hægt er að komast hjá því að vinna miklu meira en hinn, án þess að skapa leiðindi. En það er hægt! Vísir/Getty Sumir vilja meina að hver vinnustaður sé með að minnsta kosti einn starfsmann sem kemst upp með að láta aðra vinna vinnuna sína. Og komist upp með það! Að hjálpa, aðstoða eða leysa einstaka verk fyrir vinnufélaga er ekkert nema sjálfsagt og gott út af fyrir sig. En ef þú ert í þeim sporum að álagið á þér er hreinlega of mikið í vinnunni, vegna þess að þú ert að sinna þínum verkum og margt af því sem samstarfsmanneskja á að gera, er rétt að staldra aðeins við. Því það dregur úr þinni ánægju og vellíðan gagnvart vinnunni og vinnustaðnum. Líkurnar á kulnun aukast og ef eitthvað er, hættir þú að geta sinnt þínum verkefnum eins vel og þú vildir vegna þess að þú ert að vinna svo miklu meira en umræddur aðili, nánast að vinna á við tvo! Hér eru því nokkur ráð til að komast út úr þessum vítahring. #1. Samkennd og lausnir frekar en neikvæðni Við viljum komast út úr þessum vítahring en helst án þess að skapa leiðindi. Oft er það einmitt þetta sem fólk veit ekki hvernig það á að takast á við: Að leysa úr málum en á jákvæðan hátt. En það er hægt. Lykilatriðið er að gefa sér góðan tíma í fyrsta skrefið. Sem felst í því að skoða verkefnin okkar í vinnunni og í hvað dagarnir fara. Sérfræðingur sem Insider ræddi við mælir með því að fyrst skoðum við vel þau verkefni sem okkur er ætlað að sinna samkvæmt starfslýsingu og hlutverki. Næst er að skoða þau verkefni sem við teljum ekki eiga vera á okkar könnu, heldur verkefni sem umræddur samstarfsfélagi á að sinna. Annað hvort samkvæmt hans/hennar starfslýsingu eða svo jafnræðis sé gætt. Þegar við erum komin með þessa yfirsýn er kominn tími til að leysa úr málum. Með samkennd og lausnamiðuðu samtali. Til að undirbúa okkur undir það samtal, byrjum við á því að velta fyrir okkur hver við teljum vera elsta vandann hjá umræddum aðila. Er það lélég tímastjórnun, kunnáttuleysi, leti eða eitthvað annað? Að velta þessu fyrir okkur gerir okkur betur kleift að velja réttu leiðina eða aðferðina til að leysa jákvætt úr málum. Sem við gerum með því að koma með tillögu að lausnum. Til dæmis að segja einn daginn (með brosi á vör): „Já ég var einmitt að hugsa að ég ætlaði að kenna þér betur að gera þetta, þannig að þú getir farið að sjá um þetta sjálf/ur." #2. Oft er eitt skipti ekki nóg Næst þurfum við að huga að þrautseigjunni. Því það er staðreynd að fólk sem hefur lengi komist upp með að aðrir vinni verkin þeirra, virðist ekki ná í fyrsta kasti þeim skilaboðum að þú ætlir ekki að sinna ákveðnum verkefnum fyrir hann/hana lengur. En sért reiðubúin/n til að aðstoða með kennslu ef þarf. Það er mikilvægt að átta sig á þessu fyrirfram, því annars verðum við svo svekkt þegar að við erum nýbúin að fara í gegnum skref #1 (og nokkuð ánægð með okkur!) en daginn eftir kemur sami starfsmaður aftur og biður okkur um að sjá um eitthvað. Hér getur líka verið gott að æfa okkur í setningum sem við erum með tilbúnar fyrirfram. Til dæmis: „Nei ég næ því miður ekki að fara í þetta fyrir þig því ég þarf að klára nokkur verkefni sem ég er með.“ Og jafnvel að vera með tillögu eins og: „Ferðu ekki bara í þetta á eftir eða í fyrramálið?“ Aðalmálið er að hnika ekki frá þínum mörkum. #3. Svo margir sem kunna ekki að segja NEI Eitt sem hjálpar líka er að minna sjálfan sig á að það er svo ofsalega margt fólk í sömu sporum og við: Að þurfa betur að læra að segja NEI. Sumir þurfa til dæmis að þjálfa sig í að segja NEI oftar innan fjölskyldunnar. Aðrir við vinnufélagana. Og enn aðrir bara almennt við vini, vandamenn og vinnufélaga. Að taka sér tíma í að læra að segja NEI er því ekkert til að skammast sín fyrir og um að gera að takast á við þessa þjálfun sem fyrst. #4. Verður auðveldara og auðveldara og auðveldara... Það erfiða við að vera í þessum aðstæðum er að þetta tekur svo mikla orku frá okkur. Ekkert endilega verkefnin sjálf fyrir umræddan aðila, heldur það hvernig okkur líður með að vera að gera það. Því við vitum að þetta er rangt! En vittu til: Ef þú þjálfar þig í að standa á þínum mörkum og þjálfar þig í að segja NEI oftar, verður þetta auðveldara og auðveldara áður en þú veist af. Og þá léttir á þér svo um munar og þér fer að líða betur, verður kátari og almennt ánægðari í vinnunni. Við eigum alltaf að standa með okkur sjálfum! #5. Að fá samviskubit er bannað Loks þurfum við að ræða aðeins samviskubitið. Því það er algengt að fyrst þegar fólk fer að standa með sjálfum sér og segja NEI við vinnufélaga, sem þó eru ranglega að komast upp með að velta öllu sínu yfir á þig, þá fáum við samviskubit! Þegar að þú finnur þessa tilfinningu læðast að þér er því gott að fara aftur yfir skref #1. Lesa vel yfir verkefnin sem þú varst búin/n að skrá að væru réttilega þín verkefni. Lesa síðan þau verkefni sem þú hefur verið að sinna en eru réttilega þau verkefni sem umræddur aðili á að vera að sinna og muna að markmiðið þitt er að: Hann/hún vinni sína vinnu þannig að þú getir betur notið þess að vinna þína vinnu, án þess að vera í tvöföldu álagi! Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Að hjálpa, aðstoða eða leysa einstaka verk fyrir vinnufélaga er ekkert nema sjálfsagt og gott út af fyrir sig. En ef þú ert í þeim sporum að álagið á þér er hreinlega of mikið í vinnunni, vegna þess að þú ert að sinna þínum verkum og margt af því sem samstarfsmanneskja á að gera, er rétt að staldra aðeins við. Því það dregur úr þinni ánægju og vellíðan gagnvart vinnunni og vinnustaðnum. Líkurnar á kulnun aukast og ef eitthvað er, hættir þú að geta sinnt þínum verkefnum eins vel og þú vildir vegna þess að þú ert að vinna svo miklu meira en umræddur aðili, nánast að vinna á við tvo! Hér eru því nokkur ráð til að komast út úr þessum vítahring. #1. Samkennd og lausnir frekar en neikvæðni Við viljum komast út úr þessum vítahring en helst án þess að skapa leiðindi. Oft er það einmitt þetta sem fólk veit ekki hvernig það á að takast á við: Að leysa úr málum en á jákvæðan hátt. En það er hægt. Lykilatriðið er að gefa sér góðan tíma í fyrsta skrefið. Sem felst í því að skoða verkefnin okkar í vinnunni og í hvað dagarnir fara. Sérfræðingur sem Insider ræddi við mælir með því að fyrst skoðum við vel þau verkefni sem okkur er ætlað að sinna samkvæmt starfslýsingu og hlutverki. Næst er að skoða þau verkefni sem við teljum ekki eiga vera á okkar könnu, heldur verkefni sem umræddur samstarfsfélagi á að sinna. Annað hvort samkvæmt hans/hennar starfslýsingu eða svo jafnræðis sé gætt. Þegar við erum komin með þessa yfirsýn er kominn tími til að leysa úr málum. Með samkennd og lausnamiðuðu samtali. Til að undirbúa okkur undir það samtal, byrjum við á því að velta fyrir okkur hver við teljum vera elsta vandann hjá umræddum aðila. Er það lélég tímastjórnun, kunnáttuleysi, leti eða eitthvað annað? Að velta þessu fyrir okkur gerir okkur betur kleift að velja réttu leiðina eða aðferðina til að leysa jákvætt úr málum. Sem við gerum með því að koma með tillögu að lausnum. Til dæmis að segja einn daginn (með brosi á vör): „Já ég var einmitt að hugsa að ég ætlaði að kenna þér betur að gera þetta, þannig að þú getir farið að sjá um þetta sjálf/ur." #2. Oft er eitt skipti ekki nóg Næst þurfum við að huga að þrautseigjunni. Því það er staðreynd að fólk sem hefur lengi komist upp með að aðrir vinni verkin þeirra, virðist ekki ná í fyrsta kasti þeim skilaboðum að þú ætlir ekki að sinna ákveðnum verkefnum fyrir hann/hana lengur. En sért reiðubúin/n til að aðstoða með kennslu ef þarf. Það er mikilvægt að átta sig á þessu fyrirfram, því annars verðum við svo svekkt þegar að við erum nýbúin að fara í gegnum skref #1 (og nokkuð ánægð með okkur!) en daginn eftir kemur sami starfsmaður aftur og biður okkur um að sjá um eitthvað. Hér getur líka verið gott að æfa okkur í setningum sem við erum með tilbúnar fyrirfram. Til dæmis: „Nei ég næ því miður ekki að fara í þetta fyrir þig því ég þarf að klára nokkur verkefni sem ég er með.“ Og jafnvel að vera með tillögu eins og: „Ferðu ekki bara í þetta á eftir eða í fyrramálið?“ Aðalmálið er að hnika ekki frá þínum mörkum. #3. Svo margir sem kunna ekki að segja NEI Eitt sem hjálpar líka er að minna sjálfan sig á að það er svo ofsalega margt fólk í sömu sporum og við: Að þurfa betur að læra að segja NEI. Sumir þurfa til dæmis að þjálfa sig í að segja NEI oftar innan fjölskyldunnar. Aðrir við vinnufélagana. Og enn aðrir bara almennt við vini, vandamenn og vinnufélaga. Að taka sér tíma í að læra að segja NEI er því ekkert til að skammast sín fyrir og um að gera að takast á við þessa þjálfun sem fyrst. #4. Verður auðveldara og auðveldara og auðveldara... Það erfiða við að vera í þessum aðstæðum er að þetta tekur svo mikla orku frá okkur. Ekkert endilega verkefnin sjálf fyrir umræddan aðila, heldur það hvernig okkur líður með að vera að gera það. Því við vitum að þetta er rangt! En vittu til: Ef þú þjálfar þig í að standa á þínum mörkum og þjálfar þig í að segja NEI oftar, verður þetta auðveldara og auðveldara áður en þú veist af. Og þá léttir á þér svo um munar og þér fer að líða betur, verður kátari og almennt ánægðari í vinnunni. Við eigum alltaf að standa með okkur sjálfum! #5. Að fá samviskubit er bannað Loks þurfum við að ræða aðeins samviskubitið. Því það er algengt að fyrst þegar fólk fer að standa með sjálfum sér og segja NEI við vinnufélaga, sem þó eru ranglega að komast upp með að velta öllu sínu yfir á þig, þá fáum við samviskubit! Þegar að þú finnur þessa tilfinningu læðast að þér er því gott að fara aftur yfir skref #1. Lesa vel yfir verkefnin sem þú varst búin/n að skrá að væru réttilega þín verkefni. Lesa síðan þau verkefni sem þú hefur verið að sinna en eru réttilega þau verkefni sem umræddur aðili á að vera að sinna og muna að markmiðið þitt er að: Hann/hún vinni sína vinnu þannig að þú getir betur notið þess að vinna þína vinnu, án þess að vera í tvöföldu álagi!
Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01
Óheiðarlega fólkið í vinnunni og þrjú góð ráð Að vita hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki, er ekkert alltaf svo sýnilegt á vinnustöðum. Sérstaklega ef að við þekkjum lítið til, erum til dæmis á nýjum vinnustað eða í aukavinnu með námi eða annarri vinnu. 9. desember 2021 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00