Wizz er uppfærð hönnun á Wizar hægindastólnum sem hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá Íslendingum undanfarin ár. Vogue fyrir heimilið selur bæði Wizz og Wizar og segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue fyrir heimilið fáa hægindastóla standast nýjustu útgáfu Wizz snúning þegar kemur að þægindum og virkni en stóllinn er með tveimur mótorum svo einstaklega þægilegt er að stilla hann og koma sér vel fyrir. Þá á litadýrð stólanna einnig stóran þátt í vinsældum þeirra en Wizz fæst í 16 mismunandi litum og bæði með tauáklæði og í leðri.
