„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. júlí 2022 09:31 Listakonan Björg Örvar stendur fyrir sýningu í Gallery Þulu. Aðsend Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer. Erfitt að skilgreina Björg Örvar hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir málverk sem erfitt er að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfinningar og manneskjuna er augljós í áhrifamiklum verkum hennar. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983. Á þessari sýningu má sjá málverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðustu árin ásamt nýjum verkum. View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Fullkomið samtal við nútímann Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu, sagði í samtali við blaðamann að verk Bjargar ættu mikinn samastað í samtímanum: „Þó svo að Björg hafi starfað lengi þá tel ég persónulega að hennar tími sé núna, þar sem abstrakt verk hennar eru í fullkomnu samtali við nútímann með sínar mjúku lífrænu línur og litasamsetningu.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Kjarni málsins Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur, skrifaði texta um Björgu og verk hennar sem hljóðar svo: „Form er innihald, innihald er form. Sem aldrei fyrr lýkst sá sannleikur upp fyrir tímanum. Efnisagnir eru upplýsingar í tómi leitandi að sinni samsvörun. Getum við talað um þrá efnsins? Náttúrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt. Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnuúrvali myndlistarheimsins. Hér dugir engin ættfærsla, til þess er höfundurinn of sérsinna, þó að hann standi föstum fótum í hringiðunni miðri, dorgandi jafnt úr fagurbókmenntum, tónlist, vísindum og sjónrænum listum. Tilraunir hennar minna kannski helst á tilraunir sumra tónlistarmanna þegar þeir fara inn í tóninn og bjaga fram á bjargbrún, til þess að finna mörkun á milli þess að vera tónn eða bara hljóð.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Sýningin stendur til sjöunda ágúst næstkomandi. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Erfitt að skilgreina Björg Örvar hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir málverk sem erfitt er að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfinningar og manneskjuna er augljós í áhrifamiklum verkum hennar. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983. Á þessari sýningu má sjá málverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðustu árin ásamt nýjum verkum. View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Fullkomið samtal við nútímann Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu, sagði í samtali við blaðamann að verk Bjargar ættu mikinn samastað í samtímanum: „Þó svo að Björg hafi starfað lengi þá tel ég persónulega að hennar tími sé núna, þar sem abstrakt verk hennar eru í fullkomnu samtali við nútímann með sínar mjúku lífrænu línur og litasamsetningu.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Kjarni málsins Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur, skrifaði texta um Björgu og verk hennar sem hljóðar svo: „Form er innihald, innihald er form. Sem aldrei fyrr lýkst sá sannleikur upp fyrir tímanum. Efnisagnir eru upplýsingar í tómi leitandi að sinni samsvörun. Getum við talað um þrá efnsins? Náttúrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt. Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnuúrvali myndlistarheimsins. Hér dugir engin ættfærsla, til þess er höfundurinn of sérsinna, þó að hann standi föstum fótum í hringiðunni miðri, dorgandi jafnt úr fagurbókmenntum, tónlist, vísindum og sjónrænum listum. Tilraunir hennar minna kannski helst á tilraunir sumra tónlistarmanna þegar þeir fara inn í tóninn og bjaga fram á bjargbrún, til þess að finna mörkun á milli þess að vera tónn eða bara hljóð.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Sýningin stendur til sjöunda ágúst næstkomandi.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30