Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 15:00 Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunanna ásamt Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Steingrímur Dúi Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. Verðlaunin eru nánar tiltekið afhending úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, og voru verðlaunin í ár veitt í tilefni 90 ára afmælis listamannsins Erró í dag, 19. júlí. Styrkveitingin fór fram við hátíðlega afhöfn í Hafnarhúsi. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir bauð gesti velkomna og Dagur B. Eggertssson borgarstjóri afhenti styrkinn. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunannar í ár, er fædd í Reykjavík árið 1985. Hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Frá afhendingu verðlaunanna.Vísir Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að Ingibjörg hafi starfað með öðrum listamönnum bæði að sköpun en einnig sem sýningarstjóri og við texta gerð um myndlist auk þess sem hún er ein af aðstandendum Kling og Bang sem nú starfar í Marshallhúsinu. Ingibjörg vinnur fjölbreytt myndlistarverk jafnt þrívíða skúlptúra, lágmyndir og rýmisverk sem teikningar og málaðar myndir. „Fundinn efniviður sem oft lætur ekki mikið yfir sér er henni hugleikinn. Verk Ingibjargar einkennast af hverfulleika sem endurspeglast í efnisvalinu og ekki síður framsetningu verkanna . Hún teflir oft á tæpasta vað þegar kemur að því að ögra lögmálum stöðugleika og þyngdar þannig að áhorfandinn skynjar að undir býr áhætta um leið og mýkt og næmi einkenna verkin,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Myndlist Reykjavík Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Verðlaunin eru nánar tiltekið afhending úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, og voru verðlaunin í ár veitt í tilefni 90 ára afmælis listamannsins Erró í dag, 19. júlí. Styrkveitingin fór fram við hátíðlega afhöfn í Hafnarhúsi. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir bauð gesti velkomna og Dagur B. Eggertssson borgarstjóri afhenti styrkinn. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, handhafi verðlaunannar í ár, er fædd í Reykjavík árið 1985. Hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Frá afhendingu verðlaunanna.Vísir Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að Ingibjörg hafi starfað með öðrum listamönnum bæði að sköpun en einnig sem sýningarstjóri og við texta gerð um myndlist auk þess sem hún er ein af aðstandendum Kling og Bang sem nú starfar í Marshallhúsinu. Ingibjörg vinnur fjölbreytt myndlistarverk jafnt þrívíða skúlptúra, lágmyndir og rýmisverk sem teikningar og málaðar myndir. „Fundinn efniviður sem oft lætur ekki mikið yfir sér er henni hugleikinn. Verk Ingibjargar einkennast af hverfulleika sem endurspeglast í efnisvalinu og ekki síður framsetningu verkanna . Hún teflir oft á tæpasta vað þegar kemur að því að ögra lögmálum stöðugleika og þyngdar þannig að áhorfandinn skynjar að undir býr áhætta um leið og mýkt og næmi einkenna verkin,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira