„Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 21:01 Ingibjörg Sigurjónsdóttir myndlistakona hlaut viðurkenningu í dag. Stöð 2/Steingrímur Dúi Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur. Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, eða Erró eins og hann er betur þekktur, er níræður í dag. Sjálfur er listamaðurinn staddur í París en dagurinn var engu að síður haldinn hátíðlegur í Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur bauð gestum og gangandi á sýninguna Sprengikraftur mynda. Þá var sérstök afmælisúthlutun úr listasjóði sem Erró kom á fót í nafni Guðmundu móðursystur sinnar. Þetta var í 23. sinn sem styrkurinn var veittur en hann er ætlaður framúrskarandi listakonum. Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. „Ég er bara djúpt snortin af þakklæti af því að þetta er ótrúlega mikil viðurkenning og hvatning, og það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt,“ sagði hún í dag. Að hennar sögn er myndlistin leiðin til þess að lifa af í fegurð og merkingu. Það hafi verið frábært að fá viðurkenningu sem framúrskarandi listakona. „Það er mjög stórkostlegt. Þetta er svo einstakt tungumál sem að myndlistin er sem er hægt að nota til þess að orða hluti og skilja eitthvað sem er ómögulegt að skilja á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg. Myndlist Reykjavík Söfn Tímamót Tengdar fréttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. 19. júlí 2022 15:00 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, eða Erró eins og hann er betur þekktur, er níræður í dag. Sjálfur er listamaðurinn staddur í París en dagurinn var engu að síður haldinn hátíðlegur í Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur bauð gestum og gangandi á sýninguna Sprengikraftur mynda. Þá var sérstök afmælisúthlutun úr listasjóði sem Erró kom á fót í nafni Guðmundu móðursystur sinnar. Þetta var í 23. sinn sem styrkurinn var veittur en hann er ætlaður framúrskarandi listakonum. Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. „Ég er bara djúpt snortin af þakklæti af því að þetta er ótrúlega mikil viðurkenning og hvatning, og það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt,“ sagði hún í dag. Að hennar sögn er myndlistin leiðin til þess að lifa af í fegurð og merkingu. Það hafi verið frábært að fá viðurkenningu sem framúrskarandi listakona. „Það er mjög stórkostlegt. Þetta er svo einstakt tungumál sem að myndlistin er sem er hægt að nota til þess að orða hluti og skilja eitthvað sem er ómögulegt að skilja á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg.
Myndlist Reykjavík Söfn Tímamót Tengdar fréttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. 19. júlí 2022 15:00 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag. 19. júlí 2022 15:00