„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júlí 2022 11:31 Birgitta Haukdal kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hulda Margrét/Vísir Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð einhvern tímann upp úr 2000 man ekki nákvæmlega hvaða ár er minnir að það hafi verið 2002. Þá vorum við í Írafár að koma fram. Mjög skrautleg minning þar sem við fórum með gamla Herjólfi frá Þorlákshöfn og bandið var ansi sjóveikt. Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu. Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Þjóðhátíð er falleg hátíð og algjör tónlistarveisla. Yfir henni ríkir mikil gleði og fjölskyldustemning í bland við gott partý. Er hægt að biðja um meira? View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Vonandi bara góðri skemmtun og tónlist beint í æð. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Lífið er yndislegt er að verða einhvers konar þjóðsöngur Íslendinga og þykir mér vænt um það. Eins finnst mér Þar sem hjartað slær, lag Halldórs Gunnars og Sverris, sjúklega flott. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Ég tek Herjólf út í ey um morguninn og ætla að njóta Vestmannaeyja fyrri part dags. Seinniparturinn fer svo í hljóðprufur, æfingar og svo framvegis. Ég reyni að hafa dagana frekar rólega þegar ég kem fram en það tekst nú aldeilis ekki alltaf. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir „Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. 25. júlí 2022 13:01 Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar. 22. júlí 2022 11:31 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 „Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. 20. júlí 2022 16:00 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Hvenær fórst þú fyrst á Þjóðhátíð? Ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð einhvern tímann upp úr 2000 man ekki nákvæmlega hvaða ár er minnir að það hafi verið 2002. Þá vorum við í Írafár að koma fram. Mjög skrautleg minning þar sem við fórum með gamla Herjólfi frá Þorlákshöfn og bandið var ansi sjóveikt. Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu. Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hátíð? Þjóðhátíð er falleg hátíð og algjör tónlistarveisla. Yfir henni ríkir mikil gleði og fjölskyldustemning í bland við gott partý. Er hægt að biðja um meira? View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þú stígur á svið? Vonandi bara góðri skemmtun og tónlist beint í æð. View this post on Instagram A post shared by BIRGITTA HAUKDAL (@birgittahaukdal) Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið þitt? Lífið er yndislegt er að verða einhvers konar þjóðsöngur Íslendinga og þykir mér vænt um það. Eins finnst mér Þar sem hjartað slær, lag Halldórs Gunnars og Sverris, sjúklega flott. Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir stóru stundina? Ég tek Herjólf út í ey um morguninn og ætla að njóta Vestmannaeyja fyrri part dags. Seinniparturinn fer svo í hljóðprufur, æfingar og svo framvegis. Ég reyni að hafa dagana frekar rólega þegar ég kem fram en það tekst nú aldeilis ekki alltaf.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir „Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. 25. júlí 2022 13:01 Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar. 22. júlí 2022 11:31 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 „Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. 20. júlí 2022 16:00 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. 25. júlí 2022 13:01
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30
Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar. 22. júlí 2022 11:31
„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31
„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. 20. júlí 2022 16:00
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31