Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2022 11:17 Haraldur Eiríksson með vænan lax úr Stóru Laxá Stóra Laxá er klárlega ein af þeim ám sem hafa komið verulega á óvart í sumar og það er nokkuð ljóst að upptaka neta er að skila árangri. Í gær fengum við fréttir af því að nokkir vænir hafi verið að veiðast á bæði efra og neðra svæði en þá sáu veiðimenn greinilegar 2 ára laxagöngur í ánni. Seinni parturinn á efra svæðinu var mjög líflegur sem og á neðra svæðinu en þar var 96 sm laxi landað og nokkrir aðrir í sama stærðarflokki sluppu af færum veiðimanna. Það hefur verið að koma skemmtilega á óvart að öll svæðin eru að gefa laxa og svæðið sem var áður svæði III en er núna hluti af neðra svæðinu er að gefa meira en reyndustu menn við Stóru Laxá muna eftir. Suma daga hefur meira að segja meira veiðst þar en á hinum svæðunum. Haustið er feykna sterkur tími í ánni og það bíða margir spenntir eftir því að skella sér í Stóru og glíma við einhvern af þessum höfðingjum sem í henni leynast. Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði
Í gær fengum við fréttir af því að nokkir vænir hafi verið að veiðast á bæði efra og neðra svæði en þá sáu veiðimenn greinilegar 2 ára laxagöngur í ánni. Seinni parturinn á efra svæðinu var mjög líflegur sem og á neðra svæðinu en þar var 96 sm laxi landað og nokkrir aðrir í sama stærðarflokki sluppu af færum veiðimanna. Það hefur verið að koma skemmtilega á óvart að öll svæðin eru að gefa laxa og svæðið sem var áður svæði III en er núna hluti af neðra svæðinu er að gefa meira en reyndustu menn við Stóru Laxá muna eftir. Suma daga hefur meira að segja meira veiðst þar en á hinum svæðunum. Haustið er feykna sterkur tími í ánni og það bíða margir spenntir eftir því að skella sér í Stóru og glíma við einhvern af þessum höfðingjum sem í henni leynast.
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði