Umfjöllun: Buducnost 1-2 Breiðablik | Breiðablik áfram í næstu umferð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. júlí 2022 20:30 Breiðablik - Buducnost Podgorica. Undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta 2022 Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Leikurinn byrjaði fjörlega og voru Blikarnir tilbúnir í slaginn frá fyrstu mínútu. Voru óhræddir við að pressa heimamenn og komu sér í nokkrar ákjósanlegar stöður. Nokkrum sinnum leit út fyrir að þeir væru að komast í góð færi en lykilsendingar klikkuðu. Þegar líða tók á hálfleikinn fóru heimamenn í Buducnost að komast betur inn í leikinn og áttu bestu færi hálfleiksins, þar á meðal skalla næstum á marklínu sem á ótrúlegan hátt fór yfir markið. Breiðablik átti þó sín færi og það besta kom þegar Kristinn Steindórsson skallaði framhjá í sannkölluðu dauðafæri eftir hornspyrnu sem Damir Muminovic flikkaði áfram. Á 38. mínútu tókst heimaliðinu svo að brjóta ísinn. Liðið hafði þá haft mikla yfirburði í nokkrar mínútur en þarna kom fyrsta markið. Eftir smá klaufagang í vörn Breiðabliks tókst Zoran Petrovic að lauma boltanum inn á Branislav Jankovic sem gerði engin mistök og kláraði vel í fjærhornið. Blikar voru svo stálheppnir að lenda ekki 0-2 undir skömmu síðar þegar Viktor Ðukanovic komst framhjá Antoni Ara í markinu en skaut boltanum framhjá úr dauðafæri. 1-0 í hálfleik. Blikar voru ekki lengi að jafna leikinn. Viktor Karl átti þá langa sendingu á Ísak Snæ sem tók boltann listilega með sér, hélt boltanum frá tveimur varnarmönnum og setti boltann snyrtilega í markið. Frábærlega gert og Blikar í kjörstöðu. Anton Ari átti frábæra markvörslu í kjölfarið þegar Terzic náði fínum skalla frá markteig en Anton gerði frábærlega að blaka boltanum í horn. Hraðinn í leiknum datt niður í kjölfarið og voru heimamenn kannski full lengi að koma sér í að pressa Breiðablik hátt uppi. Annað markið kom þó um síðir. Mikkel Qvist braut þá klaufalega að sér úti á kanti en hann hafði komið inn á fyrir Damir í seinni hálfleik. Upp úr spyrnunni kom markið en Qvist sjálfur gleymdi sér í dekkningu og Vladan Azic fékk frían skalla á markteig og skoraði. 2-1 og ljóst að lokamínúturnar yrði spennandi. Svartfellingunum tókst hins vegar ekki að skapa mikla hættu og leiknum lauk með sigri heimamanna 2-1, sem þýðir að Breiðabliksliðið er komið áfram og mætir Istanbul Basaksehir í næstu umferð. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Leikurinn byrjaði fjörlega og voru Blikarnir tilbúnir í slaginn frá fyrstu mínútu. Voru óhræddir við að pressa heimamenn og komu sér í nokkrar ákjósanlegar stöður. Nokkrum sinnum leit út fyrir að þeir væru að komast í góð færi en lykilsendingar klikkuðu. Þegar líða tók á hálfleikinn fóru heimamenn í Buducnost að komast betur inn í leikinn og áttu bestu færi hálfleiksins, þar á meðal skalla næstum á marklínu sem á ótrúlegan hátt fór yfir markið. Breiðablik átti þó sín færi og það besta kom þegar Kristinn Steindórsson skallaði framhjá í sannkölluðu dauðafæri eftir hornspyrnu sem Damir Muminovic flikkaði áfram. Á 38. mínútu tókst heimaliðinu svo að brjóta ísinn. Liðið hafði þá haft mikla yfirburði í nokkrar mínútur en þarna kom fyrsta markið. Eftir smá klaufagang í vörn Breiðabliks tókst Zoran Petrovic að lauma boltanum inn á Branislav Jankovic sem gerði engin mistök og kláraði vel í fjærhornið. Blikar voru svo stálheppnir að lenda ekki 0-2 undir skömmu síðar þegar Viktor Ðukanovic komst framhjá Antoni Ara í markinu en skaut boltanum framhjá úr dauðafæri. 1-0 í hálfleik. Blikar voru ekki lengi að jafna leikinn. Viktor Karl átti þá langa sendingu á Ísak Snæ sem tók boltann listilega með sér, hélt boltanum frá tveimur varnarmönnum og setti boltann snyrtilega í markið. Frábærlega gert og Blikar í kjörstöðu. Anton Ari átti frábæra markvörslu í kjölfarið þegar Terzic náði fínum skalla frá markteig en Anton gerði frábærlega að blaka boltanum í horn. Hraðinn í leiknum datt niður í kjölfarið og voru heimamenn kannski full lengi að koma sér í að pressa Breiðablik hátt uppi. Annað markið kom þó um síðir. Mikkel Qvist braut þá klaufalega að sér úti á kanti en hann hafði komið inn á fyrir Damir í seinni hálfleik. Upp úr spyrnunni kom markið en Qvist sjálfur gleymdi sér í dekkningu og Vladan Azic fékk frían skalla á markteig og skoraði. 2-1 og ljóst að lokamínúturnar yrði spennandi. Svartfellingunum tókst hins vegar ekki að skapa mikla hættu og leiknum lauk með sigri heimamanna 2-1, sem þýðir að Breiðabliksliðið er komið áfram og mætir Istanbul Basaksehir í næstu umferð.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti