„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 14:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. stöð 2 Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. „Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
„Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira