Mickelson og Poulter meðal þeirra LIV-kylfinga sem eru farnir í mál við PGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 10:31 Phil Mickelson hefur verið í vandræðum síðustu mánuði en hann er einn af þeim sem hoppaði á peningavagninn. EPA-EFE/JUSTIN LANE Kylfingarnir sem stukku á peningavagninn og sömdu um að spila á mótaröðinni hjá Sádi-Arabönum ætla nú í hart til að berjast fyrir keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni. Bandaríska mótaröðin, PGA, hefur barist á móti uppkomu LIV Golf Invitational Series og meðal annars með því að útiloka þá kylfinga sem fara þangað yfir. LIV-mótaröðin er á vegum fjársterkra aðila í Sádi-Arabíu og hefur boðið kylfingum gull og græna skóga fyrir að keppa hjá sér. Því fylgir aftur á móti fórnarkostnaður. Phil Mickelson and Ian Poulter are among 11 LIV Golf players who have filed a lawsuit against the PGA Tour in order to challenge their suspensions.More #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2022 PGA-mótaröðin bannar nefnilega öllum LIV-kylfingum að keppa á sínu mótum og þar á meðal á risamótunum. Phil Mickelson og Ian Poulter eru í þeim hópi og þeir eru líka meðal þeirra ellefu kylfinga sem hafa ákveðið að fara í mál PGA vegna umræddar útilokunar. Bryson DeChambeau er einnig búinn að setja nafn sitt á þennan lista. Phil Mickelson, Bryson DeChambeau and nine other players who defected to the Saudi-funded LIV Golf filed an antitrust lawsuit against the PGA Tour, the first step in a legal fight that could define the boundaries of where players can compete.https://t.co/QzzSMEcSP3— AP Sports (@AP_Sports) August 3, 2022 Hópurinn heldur því fram að PGA sé að reyna að skaða golfferla þeirra með þessu banni. Jay Monahan, yfirmaður PGA mótaraðarinnar, segir að þeir ætli ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. „Þessir bönnuðu kylfingar, sem eru núna starfsmenn mótaraðarinnar í Sádi-Arabíu, hafa gengið í burtu frá mótaröðinni okkar og vilja núna snúa aftur. Þetta er tilraun þeirra til að nota okkar mótaröð til að auglýsa sig og ná sér fría ferð á ykkar kostað,“ skrifaði Jay Monahan í bréfi til meðlima PGA. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríska mótaröðin, PGA, hefur barist á móti uppkomu LIV Golf Invitational Series og meðal annars með því að útiloka þá kylfinga sem fara þangað yfir. LIV-mótaröðin er á vegum fjársterkra aðila í Sádi-Arabíu og hefur boðið kylfingum gull og græna skóga fyrir að keppa hjá sér. Því fylgir aftur á móti fórnarkostnaður. Phil Mickelson and Ian Poulter are among 11 LIV Golf players who have filed a lawsuit against the PGA Tour in order to challenge their suspensions.More #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2022 PGA-mótaröðin bannar nefnilega öllum LIV-kylfingum að keppa á sínu mótum og þar á meðal á risamótunum. Phil Mickelson og Ian Poulter eru í þeim hópi og þeir eru líka meðal þeirra ellefu kylfinga sem hafa ákveðið að fara í mál PGA vegna umræddar útilokunar. Bryson DeChambeau er einnig búinn að setja nafn sitt á þennan lista. Phil Mickelson, Bryson DeChambeau and nine other players who defected to the Saudi-funded LIV Golf filed an antitrust lawsuit against the PGA Tour, the first step in a legal fight that could define the boundaries of where players can compete.https://t.co/QzzSMEcSP3— AP Sports (@AP_Sports) August 3, 2022 Hópurinn heldur því fram að PGA sé að reyna að skaða golfferla þeirra með þessu banni. Jay Monahan, yfirmaður PGA mótaraðarinnar, segir að þeir ætli ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. „Þessir bönnuðu kylfingar, sem eru núna starfsmenn mótaraðarinnar í Sádi-Arabíu, hafa gengið í burtu frá mótaröðinni okkar og vilja núna snúa aftur. Þetta er tilraun þeirra til að nota okkar mótaröð til að auglýsa sig og ná sér fría ferð á ykkar kostað,“ skrifaði Jay Monahan í bréfi til meðlima PGA.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira