Litríkur sex fugla dagur hjá bæði Bjarna og Svanberg í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 13:05 Bjarni Sigþór Sigurðsson úr Golfklúbbnum Keili. GSÍ myndir Keilismaðurinn Bjarni Sigþór Sigurðsson tók forystuna á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í Vestmannaeyjum í dag þegar hann kláraði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Hringurinn hjá Bjarna Sigþór var mjög litríkur en hann fékk sex fugla, tvo skolla og einn skramba á holunum átján. Bjarni Sigþór kláraði á 68 höggum en par vallarins er 70 högg. Bjarni var sá fyrsti til að klára á tveimur höggum undir pari en Svanberg Addi Stefánsson, sem er líka úr Keili, kláraði aðeins seinna á einu höggi undir pari eftir að hafa fengið sex fugla og fimm skolla á sínum hring. Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjallabyggðar og Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar höfðu báðir komið inn á parinu. Fleiri kylfingar fara nú að klára fyrsta hring og staðan mun örugglega breytast eitthvað eftir því sem líður á daginn. Það má fylgjast með stöðu mála með því að smella hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hringurinn hjá Bjarna Sigþór var mjög litríkur en hann fékk sex fugla, tvo skolla og einn skramba á holunum átján. Bjarni Sigþór kláraði á 68 höggum en par vallarins er 70 högg. Bjarni var sá fyrsti til að klára á tveimur höggum undir pari en Svanberg Addi Stefánsson, sem er líka úr Keili, kláraði aðeins seinna á einu höggi undir pari eftir að hafa fengið sex fugla og fimm skolla á sínum hring. Þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjallabyggðar og Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar höfðu báðir komið inn á parinu. Fleiri kylfingar fara nú að klára fyrsta hring og staðan mun örugglega breytast eitthvað eftir því sem líður á daginn. Það má fylgjast með stöðu mála með því að smella hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira