Evrópumeistarinn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 14:36 Perla Sól Sigurbrandsdóttir á fjórtánda teig Vestmannaeyjavelli. Mynd/seth@golf.is Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Evrópumeistari unglinga frá því á dögunum, er með þriggja högga forskot þegar keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum er hálfnuð. Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Perla Sól, sem heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok september, náði forystunni í gær og hélt áfram stöðugum og góðum leik sínum í dag. Perla Sól, sem er í Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hringinn á 70 höggum og er samtals á parinu eftir 36 fyrstu holurnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, líka úr GR, er í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Perla Sól hefur spilað báða hringina á sjötíu höggum og í þeim báðum hefur hún verið með þrjá fugla og þrjá skolla. Ólafía Þórunn var fjórum höggum á eftir Perlu eftir fyrsta daginn en tókst að vinna upp eitt högg í dag. Ólafía lék í dag á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hún náði einum erni og tveimur fuglum. Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku líka báðar mun betur í dag heldur en í gær. Berglind var í mjög góðri stöðu en fékk skolla á síðustu tveimur holunum eftir að hafa spilað fyrstu sextán holunum á tveimur höggum undir pari. Hún er á sex höggum yfir pari. Guðrún Brá lék á sjötíu höggum í dag eða á parinu en hún fékk fjóra fugla á hringnum. Hún endaði hringinn mjög vel og náði þremur fuglum á holum tólf til sextán en skolli á átjándu þýddi að hún endaði á sjö höggum yfir pari samanlagt. Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Efstu tíu eftir 36 holur af 72 á Íslandsmóti kvenna í golfi: 1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir Par 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +3 3. Berglind Björnsdóttir +6 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir +7 5. Ragnhildur Kristinsdóttir +8 6. Heiða Guðnadóttir +9 7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir +12 8. Ástrós Arnarsdóttir +14 8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 8. Saga Traustadóttir +14
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira