Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2022 12:21 Stefán með 97 sm laxinn sem veiddist í Ytri Rangá Harpa Hlín Nýjar veiðitölur eru komnar úr laxveiðiánum og það er ljóst að Rangárnar koma til með að bera höfuð og herðar yfir aðrar ár í sumar. Veiðin í Ytri Rangá var frábær í vikunni þegar heildarveiðin var um 500 laxar. Göngur í ána eru mjög góðar og það er mikið af laxi á flestum stöðum. Ytri er komin í 1707 laxa og það er nóg eftir af tímabilinu. Það má alveg reikna með því að hún geti farið í 3.500 til 4.000 laxa í sumar. Eystri Rangá er líka á mjög góðu róli en heildarveiðin í henni er komin í 1.322 laxa og þar eru göngur líka mjög góðar. Smálaxinn hefur verið að mæta í auknum mæli og kemur hann mjög vel haldinn úr sjó. Í þriðja sæti á listanum er svo Þverá/Kjarrá með 992 laxa. Heildarveiðin þar í fyrra var 1.377 laxar svo það er alls ekkert ólíklegt að hún verði nálægt þeirri tölu í sumar sem þýðir að veiðin er svona nokkuð nálægt því sem kalla mætti meðalár. Norðurá er í fjórða sæti með 930 laxa en heildarveiði í fyrra upp á 1.431 lax. Norðurá er ekki mjög sterkt síðsumars en haldist hún áfram í góðu vatni fer hún engu að síður ansi nálægt 1.400 að okkar mati. Urriðafoss er í fimmta sæti með 798 laxa og heildarveiði í fyrra upp á 823 laxa svo það verður að teljast meira en líklegt að veiðin þar nái 900 löxum í sumar. Þetta sumar er kannski ekkert met en það er alls ekki lélegt víða og í mörgum tilfellum stefnir í nokkuð betri tölur en í fyrra. Allur ágústmánuður er eftir og september líka í náttúrulegu ánum og haustið er oft ansi drjúgt þegar árnar eru í góðu vatni og veðrið gott. Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Veiðin í Ytri Rangá var frábær í vikunni þegar heildarveiðin var um 500 laxar. Göngur í ána eru mjög góðar og það er mikið af laxi á flestum stöðum. Ytri er komin í 1707 laxa og það er nóg eftir af tímabilinu. Það má alveg reikna með því að hún geti farið í 3.500 til 4.000 laxa í sumar. Eystri Rangá er líka á mjög góðu róli en heildarveiðin í henni er komin í 1.322 laxa og þar eru göngur líka mjög góðar. Smálaxinn hefur verið að mæta í auknum mæli og kemur hann mjög vel haldinn úr sjó. Í þriðja sæti á listanum er svo Þverá/Kjarrá með 992 laxa. Heildarveiðin þar í fyrra var 1.377 laxar svo það er alls ekkert ólíklegt að hún verði nálægt þeirri tölu í sumar sem þýðir að veiðin er svona nokkuð nálægt því sem kalla mætti meðalár. Norðurá er í fjórða sæti með 930 laxa en heildarveiði í fyrra upp á 1.431 lax. Norðurá er ekki mjög sterkt síðsumars en haldist hún áfram í góðu vatni fer hún engu að síður ansi nálægt 1.400 að okkar mati. Urriðafoss er í fimmta sæti með 798 laxa og heildarveiði í fyrra upp á 823 laxa svo það verður að teljast meira en líklegt að veiðin þar nái 900 löxum í sumar. Þetta sumar er kannski ekkert met en það er alls ekki lélegt víða og í mörgum tilfellum stefnir í nokkuð betri tölur en í fyrra. Allur ágústmánuður er eftir og september líka í náttúrulegu ánum og haustið er oft ansi drjúgt þegar árnar eru í góðu vatni og veðrið gott.
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði