Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 15:00 Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hituðu upp fyrir leiki 12. umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira