Arnar fékk að líta rauðaspjaldið undir lok leiks gegn KR á dögunum, en þetta var hans annað rauða spjald á tímabilinu. Hann fær tveggja leikja bann fyrir spjaldið og aðra þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í kjölfar rauða spjaldsins.
Arnar hefur nú þegar tekið út eins leiks bann og verður því ekki á hliðarlínunni hjá KA í næstu fjórum leikjum.
Þá kemur einnig fram á vefmiðlinum Fótbolti.net að KA fái hundrað þúsund króna sekt vegna brottvísunar þjálfara og atvika eftir leik.