Hér má heyra lagið:
Það er ýmislegt sem kemur á óvart bæði í þessu lagi sem og þessu samstarfi. Söngkonan Urður sló meðal annars í gegn sem söngkona sveitarinnar Gusgus um tíma en það er langt síðan hún hefur gefið út tónlist og auk þess hefur hún aldrei áður sungið á íslensku.
![](https://www.visir.is/i/72F4533D6568DBE5189DEE5D822C28AAD50954C189F89293154236D051779683_713x0.jpg)
Einnig er dágóður tími síðan Kött Grá Pje sendi frá sér efni en hann og Urður hafa aldrei hist.
![](https://www.visir.is/i/117687A4EEA017A590D3A160F16DED381200100D6D257F66B7478C6561CE1DD4_713x0.jpg)
Benni Hemm Hemm hefur sent frá sér nokkur lög og smáskífu á þessu ári og gaf meðal annars út lagið Eitthvað leiður þann sautjánda júní síðastliðinn. Hið óvænta heldur áfram að einkenna lagið þar sem þetta er fyrsta rapplag sem hann gefur út.
![](https://www.visir.is/i/BE65D6670DA526267400C70F4A1D2753D13A5D8496AE10F8D1B6292AD5324359_713x0.jpg)