Gæsaveiðin er hafin Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2022 12:11 Gæsaveiðin hófst þann 20 ágúst Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það er ekki annað að heyra á þeim skyttum sem tóku tímabilið snemma að það sé bara nóg af fugli. Við höfum heyrt af skyttum sem voru inná hálendi fyrir norðan, einum hóp ofan af Héraði og svo nokkra vaska drengi sem eru að skjóta við Laka. Skilaboðin sem við höfum verið að fá eru einfaldlega þau að það sé mikið af heiðagæs og ekki að sjá að þetta kalda sumar hafi valdið miklum afföllum á ungfugli. Það er helst að hópurinn sem er að skjóta á norðanheiðum hafi nefnt að það sé aðeins minna af ungfugli heldur en í fyrra en magnið af heiðagæs sé samt bara þannig að það skipti litlu máli. Heiðagæsastofninn hefur stækkað mikið síðustu ár á meðan grágæs hefur fækkað og hafa skyttur landsins því sífellt meira verið að beina spjótum sínum að veiði á heiðagæs. Sú þykir enda töluvert betri en grágæsin og svo ekki sé talað um þegar fuglinn hefur verið að liggja í berjum. Gæsaveiðin stendur yfirleitt fram til loka nóvember en þá er mest öll gæsin farin af landinu og vonandi allir sem ætla sér að elda gæs yfir jólamánuðinn komnir með nóg fyrir sig og sína. Skotveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Veiðiréttindi á Kárastöðum háð reglum Þingvallanefndar Veiði Stærstu fiskarnir ekki alltaf þeir eftirminnilegustu Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Fín veiði við Ölfusárósa Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Við höfum heyrt af skyttum sem voru inná hálendi fyrir norðan, einum hóp ofan af Héraði og svo nokkra vaska drengi sem eru að skjóta við Laka. Skilaboðin sem við höfum verið að fá eru einfaldlega þau að það sé mikið af heiðagæs og ekki að sjá að þetta kalda sumar hafi valdið miklum afföllum á ungfugli. Það er helst að hópurinn sem er að skjóta á norðanheiðum hafi nefnt að það sé aðeins minna af ungfugli heldur en í fyrra en magnið af heiðagæs sé samt bara þannig að það skipti litlu máli. Heiðagæsastofninn hefur stækkað mikið síðustu ár á meðan grágæs hefur fækkað og hafa skyttur landsins því sífellt meira verið að beina spjótum sínum að veiði á heiðagæs. Sú þykir enda töluvert betri en grágæsin og svo ekki sé talað um þegar fuglinn hefur verið að liggja í berjum. Gæsaveiðin stendur yfirleitt fram til loka nóvember en þá er mest öll gæsin farin af landinu og vonandi allir sem ætla sér að elda gæs yfir jólamánuðinn komnir með nóg fyrir sig og sína.
Skotveiði Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Veiðiréttindi á Kárastöðum háð reglum Þingvallanefndar Veiði Stærstu fiskarnir ekki alltaf þeir eftirminnilegustu Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Fín veiði við Ölfusárósa Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði