Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 10:02 Jasmín Erla hefur komið að 20 mörkum í 17 leikjum í deild og bikar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira