Markafjörið í efstu deild aldrei meira Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 14:30 Guðmundur Magnússon fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir Framara sem hafa heillað með skemmtilegum fótbolta í sumar. vísir/diego Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12
Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira