Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Birgitta Haukdal. Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira