Næst efsti maður heimslistans gengur til liðs við LIV: „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 22:31 Cameron Smith ákvað að elta peningana. Tracy Wilcox/PGA TOUR via Getty Images Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, næst efsti maður heimslistans í golfi og nýkrýndur sigurvegari á Opna breska, er genginn til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Hann segir að peningar hafi átt sinn þátt í ákvöðruninni. Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira