Breytt stefnumótalandslag
Stefnumót geta verið allavega en sú mynd sem flestir hafa af hefðbundnum stefnumótum er líklega kvöldstund úti að borða eða spjall á kaffihúsi.
Stefnumótaheimurinn hefur breyst hratt með tilkomu samfélagsmiðla og mætti klárlega segja að úrvalið og radíusinn hafi stækkað til muna.
Hraðstefnumót eru svo sem ekki ný á nálinni en ein leið til þess að hitta einstaklinga, augliti til auglits, og sjá hvort að eitthvað kvikni.
Skynsamlegt og sniðugt eða óþarflega órómantískt?
Fyrirkomulag hraðstefnumóta er yfirleitt þannig að hópur einhleypra kemur saman á skipulögðu kvöldi og er fólk parað saman við borð.
Pörunum er svo gefinn ákveðinn tími, allt frá 3 - 10 mínútum, til þess að kynnast stuttlega og svo tekur við næsta borð og næsti einstaklingur. Hver einstaklingur fær ákveðið skráningaspjald þar sem merktar eru athugasemdir eftir hvert stefnumót.
Dæmi:
- Vinur
- Áhugi
- Ekki áhugi
Í lokinn safnar gestgjafinn spjöldunum saman og lætur vita ef sameiginlegur áhugi er hjá einhverjum pörum kvöldsins.
Sitt sýnist hverjum um þetta fyrirkomulag stefnumóta og eðlilega misjafnt hvað hentar fólki. Á meðan einhverjum gæti fundist þessi leið óþarflega órómantísk finnst öðrum þetta skynsamlegur og sniðugur kostur.
Eitt er víst að stefnumótaheimurinn er að breytast og er nú hægt að nálgast viðburði eins og hraðstefnumót hér á landi.
Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem best á við:
Konur:
Karlar:
Kynsegin: