Jón Ragnar Jónsson, söngvari og fyrrum Íslandsmeistari með FH, stýrir þættinum en í honum svara liðin spurningum um sitt félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.
Stjarnan og Fram áttust við í fjórða þætti. Lið Stjörnunnar skipa Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður liðsins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, er í þeirra liði ásamt söngvaranum Hreimi Erni Heimissyni.
Þáttinn má sjá í heild sinni að neðan.