Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk Steinar Fjeldsted skrifar 7. september 2022 20:01 Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru. Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið
Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið