Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2022 10:00 Haukar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur. Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00