Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2022 12:01 Ytri Rangá er aflahæsta á landsins það sem af er sumri. Mynd: Harpa Hlín Nýjar tölur úr laxveiðiánum fyrir liðna viku eru komnar á vefinn og systurnar Ytri og Eystri Rangá eru búnar að stinga hinar árnar af. Maðkaopnun í Rangánum tryggði þeim endanlega það forskot sem árnar voru þegar komnar með en Ytri Rangá trónir á toppnum með 4.037 laxa og Eystri með 2.985 laxa. Það er mikið af laxi í báðum ánum og ennþá lax að ganga svo þessar tölur eiga eftir að hækka töluvert áður en yfir lýkur en veitt er í ánum til loka október. Þverá-Kjarrá er hæst sjálfbæru ánna með 1.313 laxa og situr þar með í þriðja sæti. Miðfjarðará er í fjórða sæti með 1.290 laxa og Norðurá þar skammt á eftir með 1.280 laxa. Árnar á norðaustur hluta landsins hafa verið fínar í sumar, flestar í það minnsta, en þar trónir Hofsá efst með 1.097 laxa og svo Selá með 1.071 laxa. Þá eru árnar upptaldar sem eru komnar yfir 1.000 laxa. Næsta á á listanum sem gæti náð 1.000 er Langá á Mýrum en veiðin í henni hefur verið ágæt síðustu vikur og yfirleitt á hún 50-60 laxa vikur í september svo hún er líkleg. Haffjarðará er með 817 laxa og á aðeins of mikið í 1.000 laxa múrinn til að ná honum. Stangveiði Mest lesið Veiðin að lagast í Langá Veiði Svalbarðsá komin í 100 laxa Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndakeppni Veiðimannsins komin af stað Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði
Maðkaopnun í Rangánum tryggði þeim endanlega það forskot sem árnar voru þegar komnar með en Ytri Rangá trónir á toppnum með 4.037 laxa og Eystri með 2.985 laxa. Það er mikið af laxi í báðum ánum og ennþá lax að ganga svo þessar tölur eiga eftir að hækka töluvert áður en yfir lýkur en veitt er í ánum til loka október. Þverá-Kjarrá er hæst sjálfbæru ánna með 1.313 laxa og situr þar með í þriðja sæti. Miðfjarðará er í fjórða sæti með 1.290 laxa og Norðurá þar skammt á eftir með 1.280 laxa. Árnar á norðaustur hluta landsins hafa verið fínar í sumar, flestar í það minnsta, en þar trónir Hofsá efst með 1.097 laxa og svo Selá með 1.071 laxa. Þá eru árnar upptaldar sem eru komnar yfir 1.000 laxa. Næsta á á listanum sem gæti náð 1.000 er Langá á Mýrum en veiðin í henni hefur verið ágæt síðustu vikur og yfirleitt á hún 50-60 laxa vikur í september svo hún er líkleg. Haffjarðará er með 817 laxa og á aðeins of mikið í 1.000 laxa múrinn til að ná honum.
Stangveiði Mest lesið Veiðin að lagast í Langá Veiði Svalbarðsá komin í 100 laxa Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndakeppni Veiðimannsins komin af stað Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði