Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. september 2022 15:45 Hulda Margrét Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. „Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum. Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira