Marias hefur síðustu ár verið ofarlega á listum yfir höfunda sem líklegastir eru til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Að sögn útgefanda Marias lést hann á sjúkrahúsi í Madríd eftir að hafa fengið sýkingu í lungu. Hann hafði áður greinst með Covid-19.
Alls hafa verið gefnar út sextán skáldsögur eftir Marias og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Segir í frétt DW að bækur eftir Marias hafi verið seldar í níu milljónum eintaka.
Auk þess að vera afkastamikill skáldsagnarrithöfundur var Marias afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El Pais.
Bókin Ástir kom út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur árið 2013.