„Hefur vantað sjálfstraust“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 16:31 Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson þekkja það vel að skora mörk, þó að gengi FH hafi verið dapurt í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon Besta deild karla FH Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon
Besta deild karla FH Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira