Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2022 11:35 Flottur maríulax úr Stekkjarnefi í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er búin að vera góð í sumar en besti tíminn í ánni er framundan en það er vel þekkt að september getur verið stór mánuður í ánni. Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði
Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði