Grískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag, en hún fór oft með hlutverk kvensöguhetjunnar í klassískum grískum dramamyndum.
Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964.
Papas fæddist í Khiliomódhi árið 1926 og ólst upp í Aþenu. Hún hóf leiklistarferilinn snemma á ævinni og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1948.
Irene Papas gerði garðinn jafnframt frægan sem söngkona og gaf út tvær plötur með grískri þjóðlagatónlist. Hún var auk þess virk í stjórnmálaumræðunni og gagnrýndi ítrekað herstjórn Grikklands árið 1967.
Papas birtist einnig í myndinni Captain Corelli's Mandolin frá árinu 2001 og svo myndinni Um filme falado, í leikstjórn Manoel de Oliveria, frá árinu 2003, en það varð síðasta kvikmyndin sem hún lék í.