Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2022 07:50 Það hafa margir átt góðar stundir við árbakkann á þessu ári Karl Lúðvíksson Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum koma í lok hverrar viku og núna þegar síðustu dagarnir eru framundan í veiðinni eru línur nokkuð skýrar. Ytri Rangá og Eystri Rangá eru hæstar af ánum þegar talið er upp úr veiðibókunum en alls hafa veiðst 4.233 laxar í Ytri Rangá og 3.191 úr Eystri Rangá. Af ánum sem eru sjálfbærar er Þverá-Kjarrá hæst með 1.414 laxa en veiði þar líkur eftir nokkra daga. Norðurá klárar tímabilið með 1.349 laxa sem er nokkurn veginn á pari við árið í fyrra og það er heilt yfir sagan í mörgum ánum með einhverjum bata þó. Hofsá og Selá hafa átt mjög gott sumar og eru komnar vel yfir veiðina í fyrra. Hofsá er með 1.145 laxa á móti 601 í fyrra. Selá er komin í 1.117 en var í 764 í fyrra. Og það eru fleiri ár sem eru að eiga betra ár en í fyrra og þar má nefna Langá, Laxá á Ásum, Elliðaárnar, Jökla og Stóra Laxá bara svo nokkrar séu nefndar. Þær raddir sem voru nokkuð háværar í upphafi tímabils um að árið yrði lélegt eða mjög lélegt hafa eiginlega alveg þagnað. Já þetta var kannski ekkert metsumar en ágætt engu að síður. Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði
Ytri Rangá og Eystri Rangá eru hæstar af ánum þegar talið er upp úr veiðibókunum en alls hafa veiðst 4.233 laxar í Ytri Rangá og 3.191 úr Eystri Rangá. Af ánum sem eru sjálfbærar er Þverá-Kjarrá hæst með 1.414 laxa en veiði þar líkur eftir nokkra daga. Norðurá klárar tímabilið með 1.349 laxa sem er nokkurn veginn á pari við árið í fyrra og það er heilt yfir sagan í mörgum ánum með einhverjum bata þó. Hofsá og Selá hafa átt mjög gott sumar og eru komnar vel yfir veiðina í fyrra. Hofsá er með 1.145 laxa á móti 601 í fyrra. Selá er komin í 1.117 en var í 764 í fyrra. Og það eru fleiri ár sem eru að eiga betra ár en í fyrra og þar má nefna Langá, Laxá á Ásum, Elliðaárnar, Jökla og Stóra Laxá bara svo nokkrar séu nefndar. Þær raddir sem voru nokkuð háværar í upphafi tímabils um að árið yrði lélegt eða mjög lélegt hafa eiginlega alveg þagnað. Já þetta var kannski ekkert metsumar en ágætt engu að síður.
Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði