Ted Lasso mætir í FIFA 23 Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 22:21 Sudeikis er sagður hæstánægður með viðbótina í tölvuleiknum. Getty/David M. Benett FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23. EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games. Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games.
Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira