Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 11:30 Ferli Mistar Edvardsdóttur er líklega lokið en hún fær nýtt hlutverk á næstu dögum. stöð 2 Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira