„Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda. Listamaðurinn fær 1.000.000 krónur greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard,“ segir í fréttatilkynningu.
450 skjáir
Verkið verður sýnt á yfir 450 skjáum um alla Reykjavíkurborg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við götur. Ekki er hægt að sýna hreyfimyndir eða myndskeið en mögulegt er að skipta um mynd á 8 sekúndna fresti.
Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson var á bak við Auglýsingahlé síðastliðinn janúar en listaverk hans vöktu mikla athygli og forvitni. Þá birti Sigurjón Sighvatsson svipuð listaverk á 287 skjáum víða um Reykjavík á milli jóla og nýárs árið 2020 sem Vísir fjallaði um hér.
Umsóknarfrestur til 15. október
Umsækjendur eru beðnir um að senda inn tillögur fyrir klukkan 16:00 þann 15. október 2022. Þá skal umsóknin innihalda stuttan texta um fyrirhugað verk ásamt 1–5 myndum af verkinu en þar er verið að tala um útskýringarmyndir, skissur, ljósmyndir og svo framvegis. Lokaútfærsla verksins verður síðan ákveðin í samstarfi við Y gallery.
Dómnefnd sem skipuð er fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt stuttu eftir að umsóknarfresti lýkur.
Nánari upplýsingar má finna hér.