„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2022 14:31 Ingimar Davíðsson Facebook Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins. Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ingimar ræddi verkefnið við Danna á X977. Hawkins var trommuleikarinn í Foo Fighters en hann lést í mars síðastliðinn. Foo Fighters héldu aðra slíka minningartónleika á Wembley í byrjun mánaðarins en í kvöld troða þeir upp í Los Angeles. „Þetta er náttúrulega heimavöllur fyrir þá, Dave Grohl býr hérna og Taylor bjó hérna í Kaliforníu.“ Ingimar flutti erlendis eftir að sjónvarpsstöðin Bravó sem hann starfaði fyrir hætti starfsemi. „Þá fæ ég ógeð af þessum íslenska fjölmiðlabransa, ég var búinn að vinna í sjónvarpi og fjölmiðlum á Íslandi í mörg ár.“ Segist hann hafa verið orðinn þreyttur á fjöldauppsögnum í bransanum hér þá flutti hann út í nám í framleiðslu og útsendingastjórn sjónvarpsskemmtiefnis. „Ég fékk atvinnutilboð upp úr því og hef eiginlega verið erlendis síðan.“ Taylor Hawkins var minnst á Grammy verðlaununum í Las Vegas í vor.Getty/Rich Fury Má ekki taka myndir Hann byrjaði í London vann hjá BBC en síðustu fjögur ár hefur hann verið í Los Angeles þar sem hann kemur að allskonar tónleikum og verðlaunaafhendingum, til dæmis þar sem Lady Gaga hefur komið fram. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er svolítið starstruck í vinnunni,“ segir Ingimar um Foo Fighters verkefnið. Hann má þó ekki taka myndir eða tjá sig mikið um lífið bakvsiðs, stundum þarf hann að skrifa undir trúnaðarsamninga. „Maður má ekki tjá sig, en ég treysti því að það sé enginn í fjölmiðlateymi Foo Fighters að hlusta á X-ið.“ Ingimar segir að hann byrji aldrei vinna eins seint á daginn og þegar það eru rokktónleikar, en svo virðist sem rokkararnir vilji sofa út. „Við erum ekki að byrja fyrr en um hádegi og erum að vinna til miðnættis.“ Aðsent Ingimar segist geta notið tónleikana þrátt fyrir að vera í vinnunni, og það ætlar hann sér að gera á tónleikunum í kvöld. Til að nefna nokkra, þá spiluðu Paul McCartney, Van Halen, Nile Rodgers og Oasis á tónleikunum á Wembley, en búist er við Alanis Morissette, Miley Cyrus, Lars Ulrich (Metallica), Sebastian Bach (Skid Row), Geezer Butler (Black Sabbath) og mörgum fleirum á Los Angeles tónleikunum. Viðtalið við Ingimar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist X977 Íslendingar erlendis Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira