Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2022 12:52 Ingibjörg Reynisdóttir. Hún vandar þeim sem sjá um úthlutun úr kvikmyndasjóði ekki kveðjurnar, segir að hún hafi nú verið dregin á asnaeyrum í átta ár með þaulunnar umsóknir. Sem er hafnað hverri á fætur annarri. vísir/vilhelm Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. Nú er kominn hátt í áratugur frá því þrautarganga Ingibjargar hófst en ástæðurnar fyrir höfnun hafa verið afar misvísandi að sögn hennar og standast illa skoðun. Það er ekki svo að Ingibjörg komi köld inn af götunni með hálfkaraða og illa unna hugmynd. Forsaga málsins er sú að árið 2014 sendi Ingibjörg frá sér bókina Rogastanz. „Áður hafði ég skrifað leikverkið, Móðir mín dóttir mín sem var opnunaratriði Bjartra daga í Hafnarfirði árið 2005, einnig tvær unglingabækur 2007 og 2008 sem ég skrifaði kvikmyndahandritið Óróa upp úr og var myndin frumsýnd árið 2010 við góðar undirtektir. Hún hlaut 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna árið eftir og átti góðu gengi að fagna víða um heim á kvikmyndahátíðum, þar sem hún vann til nokkurra verðlauna,“ segir í grein Ingibjargar. Ingibjörg sló í gegn árið 2012 þegar hún sendi frá sér bókina Gísli á Uppsölum sem reyndist þegar upp var staðið söluhæsta bók þess árs. Spurð hvers vegna hún sigi fram með þessa frásögn af hinum brokkgengu samskiptum núna, eftir allt það sem á undan er gengið, segir Ingibjörg ýmislegt koma til. „Þegar horft er yfir farinn veg er grátlegt að sjá hversu illilega við höfum verið teymd á asnaeyrunum í tæpan áratug,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Casper með en allt kemur fyrir ekki Umsóknir hennar um styrk, sem ræður úrslitum um hvort orðið getur að framleiðslu, eru nú orðnar fjölmargar. Og Ingibjörg segir mikinn tíma, orku og fyrirhöfn hafa farið í hverja umsókn um sig. Allt sem um hafi verið beðið hafi verið gert og meira að segja liggur fyrir vilyrði hins heimsþekkta leikara Caspers Christensen úr Klovn að vera með í verkefninu, svo eitthvað sé nefnt. En allt kemur fyrir ekki. Íslandsvinirnir í Klovn. Casper Christensen hefur skoðað handritið, var stórhrifinn og er búinn að gefa grænt ljós á að leika í myndinni. En Kvikmyndamiðstöð Íslands gefur lítið fyrir það. „Ég átta mig ekki á verklaginu þarna, það er allavega eitthvað mjög bogið við þetta átta ára ferli sem ég hef verið með umsóknir þarna inni og það sér það hver sem les greinina til enda. Það er bara ekki hægt að þegja þunnu hljóði og mér finnst rétt að vekja athygli á þessu þar sem þetta er ríkisrekin stofnun og eftir þessa reynslu finnst mér afar mikilvægt að ráðamenn átti sig á því að það þarf að veita henni mikið meira aðhald og að það verður að vera gæðaeftirlit sem fylgist með hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð þarna,“ segir Ingibjörg. Óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort klíka ráði för En hvað er það eiginlega sem hún telur standa í vegi? „Það er erfitt að svara þeirri spurningu, tilfinningin er að þetta sé einhverskonar útilokunar-pólisía, einhverjir innbyggðir fordómar, ég veit það hreinlega ekki. Umsóknin okkar núna síðast var upp á tíu, við vorum með danskan stórleikara um borð og mikilreyndar konur í hverri lykilstöðunni af annarri. Ráðgjafinn gaf handritinu góða umsögn, hældi því raunar í hvert reipi en allt kom fyrir ekki.“ Ingibjörg segir óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þarna ráði klíkuskapur, nepótismi? „Að það sé frændsemisamfélagið sem ráði þarna ríkjum, eins og vill gjarnan verða víða í okkar litla þjóðfélagi. Og ég spyr mig líka hvernig þetta ráðgjafakerfi raunverulega virkar. Þegar ég fór eftir tillögum ráðgjafa en fékk engu að síður höfnun var mér tjáð að mér bæri ekki að fara eftir þeirra ráleggingum, það væru bara tillögur. Ef ég hins vegar geri það ekki verður mér líklega lítið ágengt.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Nú er kominn hátt í áratugur frá því þrautarganga Ingibjargar hófst en ástæðurnar fyrir höfnun hafa verið afar misvísandi að sögn hennar og standast illa skoðun. Það er ekki svo að Ingibjörg komi köld inn af götunni með hálfkaraða og illa unna hugmynd. Forsaga málsins er sú að árið 2014 sendi Ingibjörg frá sér bókina Rogastanz. „Áður hafði ég skrifað leikverkið, Móðir mín dóttir mín sem var opnunaratriði Bjartra daga í Hafnarfirði árið 2005, einnig tvær unglingabækur 2007 og 2008 sem ég skrifaði kvikmyndahandritið Óróa upp úr og var myndin frumsýnd árið 2010 við góðar undirtektir. Hún hlaut 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna árið eftir og átti góðu gengi að fagna víða um heim á kvikmyndahátíðum, þar sem hún vann til nokkurra verðlauna,“ segir í grein Ingibjargar. Ingibjörg sló í gegn árið 2012 þegar hún sendi frá sér bókina Gísli á Uppsölum sem reyndist þegar upp var staðið söluhæsta bók þess árs. Spurð hvers vegna hún sigi fram með þessa frásögn af hinum brokkgengu samskiptum núna, eftir allt það sem á undan er gengið, segir Ingibjörg ýmislegt koma til. „Þegar horft er yfir farinn veg er grátlegt að sjá hversu illilega við höfum verið teymd á asnaeyrunum í tæpan áratug,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Casper með en allt kemur fyrir ekki Umsóknir hennar um styrk, sem ræður úrslitum um hvort orðið getur að framleiðslu, eru nú orðnar fjölmargar. Og Ingibjörg segir mikinn tíma, orku og fyrirhöfn hafa farið í hverja umsókn um sig. Allt sem um hafi verið beðið hafi verið gert og meira að segja liggur fyrir vilyrði hins heimsþekkta leikara Caspers Christensen úr Klovn að vera með í verkefninu, svo eitthvað sé nefnt. En allt kemur fyrir ekki. Íslandsvinirnir í Klovn. Casper Christensen hefur skoðað handritið, var stórhrifinn og er búinn að gefa grænt ljós á að leika í myndinni. En Kvikmyndamiðstöð Íslands gefur lítið fyrir það. „Ég átta mig ekki á verklaginu þarna, það er allavega eitthvað mjög bogið við þetta átta ára ferli sem ég hef verið með umsóknir þarna inni og það sér það hver sem les greinina til enda. Það er bara ekki hægt að þegja þunnu hljóði og mér finnst rétt að vekja athygli á þessu þar sem þetta er ríkisrekin stofnun og eftir þessa reynslu finnst mér afar mikilvægt að ráðamenn átti sig á því að það þarf að veita henni mikið meira aðhald og að það verður að vera gæðaeftirlit sem fylgist með hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð þarna,“ segir Ingibjörg. Óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort klíka ráði för En hvað er það eiginlega sem hún telur standa í vegi? „Það er erfitt að svara þeirri spurningu, tilfinningin er að þetta sé einhverskonar útilokunar-pólisía, einhverjir innbyggðir fordómar, ég veit það hreinlega ekki. Umsóknin okkar núna síðast var upp á tíu, við vorum með danskan stórleikara um borð og mikilreyndar konur í hverri lykilstöðunni af annarri. Ráðgjafinn gaf handritinu góða umsögn, hældi því raunar í hvert reipi en allt kom fyrir ekki.“ Ingibjörg segir óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þarna ráði klíkuskapur, nepótismi? „Að það sé frændsemisamfélagið sem ráði þarna ríkjum, eins og vill gjarnan verða víða í okkar litla þjóðfélagi. Og ég spyr mig líka hvernig þetta ráðgjafakerfi raunverulega virkar. Þegar ég fór eftir tillögum ráðgjafa en fékk engu að síður höfnun var mér tjáð að mér bæri ekki að fara eftir þeirra ráleggingum, það væru bara tillögur. Ef ég hins vegar geri það ekki verður mér líklega lítið ágengt.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira