Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 12:01 Víkingur hefur tvívegis orðið bikarmeistari undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira