„Rokk og ról á laugardaginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 16:01 Eiður Smári Guðjohnsen getur unnið sinn fyrsta titil á þjálfaraferlinum á morgun. vísir/vilhelm Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi. „Ég er fullur tilhlökkunar eins og allir aðrir. Þetta er kærkomið og mikil spenna í mér eins og öllum öðrum. Sem fótboltamaður hef ég upplifað stærri hluti, með fullri virðingu en sem þjálfari er þetta í fyrsta sinn fyrir mig og frábært að geta tekið þátt í svona leik,“ sagði Eiður í samtali við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli í gær. Eiður segir að hléið sem var gert á keppni hérlendis vegna landsleikja hafi verið kærkomið og FH-ingar hafi nýtt það vel. „Við vorum mestmegnis á æfingavellinum. Við gáfum nokkurra daga frí eftir síðasta deildarleik, bara til að menn næðu að núllstilla sig. Svo spiluðum við innbyrðis leik frekar en að velja okkur andstæðing. Við spiluðum bara ellefu á móti ellefu sem kom bara mjög vel út,“ sagði Eiður. Klippa: Eiður Smári um bikarúrslitaleikinn „Þessi vika hefur verið frábær. Við vorum með virkilega góðar æfingar á mánudag og þriðjudag og í gær [miðvikudag] æfðum við hér á Laugardalsvelli, bara til að leikmenn fengju tilfinninguna fyrir öllu og gætu séð þetta fyrir sér. Það var frí í dag [í gær], æfing á morgun og svo rokk og ról á laugardaginn.“ Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. 30. september 2022 12:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er fullur tilhlökkunar eins og allir aðrir. Þetta er kærkomið og mikil spenna í mér eins og öllum öðrum. Sem fótboltamaður hef ég upplifað stærri hluti, með fullri virðingu en sem þjálfari er þetta í fyrsta sinn fyrir mig og frábært að geta tekið þátt í svona leik,“ sagði Eiður í samtali við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli í gær. Eiður segir að hléið sem var gert á keppni hérlendis vegna landsleikja hafi verið kærkomið og FH-ingar hafi nýtt það vel. „Við vorum mestmegnis á æfingavellinum. Við gáfum nokkurra daga frí eftir síðasta deildarleik, bara til að menn næðu að núllstilla sig. Svo spiluðum við innbyrðis leik frekar en að velja okkur andstæðing. Við spiluðum bara ellefu á móti ellefu sem kom bara mjög vel út,“ sagði Eiður. Klippa: Eiður Smári um bikarúrslitaleikinn „Þessi vika hefur verið frábær. Við vorum með virkilega góðar æfingar á mánudag og þriðjudag og í gær [miðvikudag] æfðum við hér á Laugardalsvelli, bara til að leikmenn fengju tilfinninguna fyrir öllu og gætu séð þetta fyrir sér. Það var frí í dag [í gær], æfing á morgun og svo rokk og ról á laugardaginn.“ Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. 30. september 2022 12:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. 30. september 2022 12:01