Pétur: „Verð áfram á Hlíðarenda nema stjórnin ákveði annað" Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 17:16 Guðlaugur Pétur Pétursson var að vonum kampakátur að leik loknum. Visir/Diego Guðlaugur Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sáttur við leik liðs síns þegar það gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
„Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira