Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 08:00 Kvennalið Stjörnunnar snýr aftur í Evrópukeppni en of langt er síðan að liðið var síðast með til þess að það njóti fyrri árangurs. Evrópusæti blasir einnig við karlaliði KA sem hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi. Samsett/Hulda Margrét Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar.
Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira