Það getur hins vegar verið svolítið erfitt að takast á við þetta. Því ekki viljum við vera dónaleg eða gefa til kynna að við kunnum ekki vel við viðkomandi.
Þvert á móti snýst þetta bara um að truflunin er of mikil á vinnutíma. Við í miðju verkefni eða að reyna að klára.
Við skulum rýna í nokkur góð ráð við þessu.
Það sem við megum ekki gera
Við megum ekki halda áfram að finnast kjaftaglaði samstarfsfélaginn trufla okkur of mikið.
Eða jafnvel fara í taugarnar á okkur.
Eða mynda einhvers konar flóttahegðun þegar við sjáum viðkomandi nálgast.
Atriði númer eitt er því að gera okkur grein fyrir því að það er í okkar valdi að stjórna okkar tíma og setja okkar mörk.
Næst er síðan að undirbúa hvernig.'
Og aftur snúast málin þá um okkur sjálf en ekki hinn aðilann. Til dæmis viljum við ekki særa neinn og þess vegna eigum við að færa fókusinn af hinum aðilanum og að okkur sjálfum: Undirbúa okkur huglægt undir að leysa úr þessari áskorun með jákvæðni og skýru markmiði.
Það sem við getum gert
Eitt gott ráð er að setja tímamörk á spjallið en gera það á kurteisislegan og jákvæðan hátt. Setningar gætu verið:
Ef viðkomandi spyr hvort hann/hún megi trufla er hægt að svara með því að segja eitthvað eins og: ,,Ég hef reyndar bara fimm mínútur því ég ætla að klára en já, segðu mér…..“ Mikilvægt er þó að standa við tímamörkin.
Ef viðkomandi byrjar bara að tala er hægt að nota sömu aðferð en segja: ,,Fyrirgefðu, ég nefnilega ætla að klára hérna eitt á næstu mínútum, getum við spjallað í hádeginu?“
Eða …
„...getum við spjallað betur á eftir, ég kem til þín…“ Þegar þú ferð síðan í spjallið tiltekur þú tímamörkin fyrirfram, til dæmis fimm eða tíu mínútur.
Eins er hægt að nota setningar eins og: „Fyrirgefðu, ég verð bara að halda áfram…“
Aðrar leiðir
Líkamstjáningin þín getur líka hjálpað. Þegar þú til dæmis sérð að tímamörkin eru að renna út, getur þú sýnt það með líkamstjáningunni að spjalltímanum er að ljúka og þú ert við það að fara að halda áfram að vinna.
Með líkamstjáningunni getur þú líka sýnt að þú ætlar að halda áfram að vinna en ekki detta í spjall. Hér þarf þó að passa að hegðunin okkar virki ekki dónaleg eða að við séum að sýna viðkomandi óvirðingu.
Þegar þú vilt alls ekki láta trufla þig, er gott að gera ráðstafanir sem tryggja það. Til dæmis að færa þig í næði ef vinnustaðurinn býður upp á slíka aðstöðu, eða vera með heyrnatól.
Þá er gott að æfa sig í inngripum til að stoppa spjallið. Vera með setningar æfðar eða þegar mótaðar sem til dæmis hljóma eitthvað eins og „já, ég hlakka til að heyra meira en ég verð að halda áfram…“ Muna síðan að fylgja þessu eftir og gefa þér tíma í að spjalla við viðkomandi þegar þú getur og fá að heyra restina af sögunni.