Hneyksluð á tilkynningu Sigurðar: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 10:31 Sigurður Höskuldsson hættir sem þjálfari Leiknis eftir tímabilið. vísir/Diego Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni voru vægast sagt ekki hrifin af þeirri ákvörðun að Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, skyldi í gær tilkynna sínum leikmönnum að hann myndi hætta sem þjálfari þeirra eftir tímabilið. Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“ Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira