Stjórn FH fundar um stöðu Eiðs Smára eftir ölvunarakstur Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 10:47 Staða Eiðs Smára þykir ótraust hjá FH. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar FH situr þessa stundina fund þar sem staða Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara liðsins, er umræðuefnið. Staða hans er sögð óörugg þar sem hann var nýlega tekinn drukkinn undir stýri. Samkvæmt heimildum Vísis stendur fundur stjórnarinnar yfir þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð Eiðs Smára í starfi. Eiður tók við liðinu í júní á þessu ári og samdi til 2024. Hann var áður hjá félaginu ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020. Hann hætti hjá FH veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar FH í dag þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið, en staða Eiðs þykir ótraust vegna málsins. Von er á tíðindum úr Krikanum í hádeginu samkvæmt heimildum Vísis. FH tapaði 2-1 fyrir ÍBV í fyrsta leik sínum eftir skiptingu Bestu deildarinnar í tvennt í Vestmannaeyjum í gær. Liðið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig eftir 23 leiki. Sigurvin Ólafsson þjálfar FH ásamt Eiði Smára og tók við liðinu með honum í júní. Farsælasti fótboltamaður Íslandssögunnar Eiður Smári er á meðal allra bestu knattspyrnumanna í sögu Íslands en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn með Val, þá 16 ára gamall, í efstu deild árið 1994. Hann fór þaðan til PSV Eindhoven í Hollandi en meiðsli settu stórt strik í reikninginn þar sem hann spilaði aðeins 13 leiki á fjórum árum. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitlinum 2005 ásamt Arjen Robben og Roman Abramovich.vísir/getty Hann spilaði sex leiki með KR sumarið 1998 en komst ekki á blað með liðinu. Hann fékk hins vegar tækifæri hjá Bolton Wanderers í næstu efstu deild á Englandi eftir skammvinna dvöl hjá KR og náði þar að springa út á árunum 1998 til 2000. Þaðan fór hann til Chelsea hvar hann spilaði 263 leiki frá 2000 til 2006 og vann tvo Englandsmeistaratitla, 2005 og 2006. Leiðin þaðan lá til stórveldisins Barcelona þar sem Eiður var í þrjár leiktíðir og var hluti af einu besta fótboltaliði sögunnar sem vann spænsku deildina, bikarinn og ofurbikarinn auk Meistaradeildar Evrópu og Ofurbikars Evrópu tímabilið 2008 til 2009 undir stjórn Joseps Guardiola. Eiður Smári vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009.Mynd/AFP Eiður yfirgaf Barcelona sumarið 2009 og við tók mikið flakk síðustu sjö ár leikmannaferilsins þar sem hann lék fyrir Mónakó í Frakklandi, Tottenham Hotspur, Stoke City og Fulham á Englandi, AEK í Grikklandi og Cercle Brugge og Club Brugge í Belgíu. Hann sneri þá aftur til Bolton veturinn 2014 og lék með liðinu í B-deildinni á Englandi vorið 2015. Þaðan fór hann til Kína og lék með Shijiazhuang Ever Bright og þá lék hann undir stjórn Ole Gunnars Solskjær hjá Molde í Noregi árið 2016, hvar hann lék sína síðustu leiki á ferlinum. Eiður spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland 18 ára gamall, árið 1996, þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen í Eistlandi. Hann spilaði 88 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 1996 og 2016 og skoraði í þeim 26 mörk. Hann var hluti af landsliði Íslands sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi 2016. Eiður hóf þjálfaraferil sinn árið 2019 þegar hann var ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins og stýrði því ásamt Arnari Þór Viðarssyni. Hann tók við FH ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 og náði þar góðum árangri. Í kjölfarið fékk Arnar Þór hann aftur með sér í lið, síðla árs 2020, þegar Arnar tók við A-landsliðinu. Líkt og fram kemur að ofan var honum vísað úr því starfi í nóvember í fyrra áður en hann tók svo aftur við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni í júní. Besta deild karla FH Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eiður Smári nýr þjálfari FH Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024. 19. júní 2022 20:40 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. 1. desember 2021 10:59 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis stendur fundur stjórnarinnar yfir þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð Eiðs Smára í starfi. Eiður tók við liðinu í júní á þessu ári og samdi til 2024. Hann var áður hjá félaginu ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020. Hann hætti hjá FH veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar FH í dag þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið, en staða Eiðs þykir ótraust vegna málsins. Von er á tíðindum úr Krikanum í hádeginu samkvæmt heimildum Vísis. FH tapaði 2-1 fyrir ÍBV í fyrsta leik sínum eftir skiptingu Bestu deildarinnar í tvennt í Vestmannaeyjum í gær. Liðið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig eftir 23 leiki. Sigurvin Ólafsson þjálfar FH ásamt Eiði Smára og tók við liðinu með honum í júní. Farsælasti fótboltamaður Íslandssögunnar Eiður Smári er á meðal allra bestu knattspyrnumanna í sögu Íslands en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn með Val, þá 16 ára gamall, í efstu deild árið 1994. Hann fór þaðan til PSV Eindhoven í Hollandi en meiðsli settu stórt strik í reikninginn þar sem hann spilaði aðeins 13 leiki á fjórum árum. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitlinum 2005 ásamt Arjen Robben og Roman Abramovich.vísir/getty Hann spilaði sex leiki með KR sumarið 1998 en komst ekki á blað með liðinu. Hann fékk hins vegar tækifæri hjá Bolton Wanderers í næstu efstu deild á Englandi eftir skammvinna dvöl hjá KR og náði þar að springa út á árunum 1998 til 2000. Þaðan fór hann til Chelsea hvar hann spilaði 263 leiki frá 2000 til 2006 og vann tvo Englandsmeistaratitla, 2005 og 2006. Leiðin þaðan lá til stórveldisins Barcelona þar sem Eiður var í þrjár leiktíðir og var hluti af einu besta fótboltaliði sögunnar sem vann spænsku deildina, bikarinn og ofurbikarinn auk Meistaradeildar Evrópu og Ofurbikars Evrópu tímabilið 2008 til 2009 undir stjórn Joseps Guardiola. Eiður Smári vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009.Mynd/AFP Eiður yfirgaf Barcelona sumarið 2009 og við tók mikið flakk síðustu sjö ár leikmannaferilsins þar sem hann lék fyrir Mónakó í Frakklandi, Tottenham Hotspur, Stoke City og Fulham á Englandi, AEK í Grikklandi og Cercle Brugge og Club Brugge í Belgíu. Hann sneri þá aftur til Bolton veturinn 2014 og lék með liðinu í B-deildinni á Englandi vorið 2015. Þaðan fór hann til Kína og lék með Shijiazhuang Ever Bright og þá lék hann undir stjórn Ole Gunnars Solskjær hjá Molde í Noregi árið 2016, hvar hann lék sína síðustu leiki á ferlinum. Eiður spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland 18 ára gamall, árið 1996, þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen í Eistlandi. Hann spilaði 88 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 1996 og 2016 og skoraði í þeim 26 mörk. Hann var hluti af landsliði Íslands sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi 2016. Eiður hóf þjálfaraferil sinn árið 2019 þegar hann var ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins og stýrði því ásamt Arnari Þór Viðarssyni. Hann tók við FH ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 og náði þar góðum árangri. Í kjölfarið fékk Arnar Þór hann aftur með sér í lið, síðla árs 2020, þegar Arnar tók við A-landsliðinu. Líkt og fram kemur að ofan var honum vísað úr því starfi í nóvember í fyrra áður en hann tók svo aftur við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni í júní.
Besta deild karla FH Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eiður Smári nýr þjálfari FH Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024. 19. júní 2022 20:40 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. 1. desember 2021 10:59 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Eiður Smári nýr þjálfari FH Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024. 19. júní 2022 20:40
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30
Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. 1. desember 2021 10:59