Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2022 15:43 Eiður Smári mun stíga tímabundið til hliðar en heldur starfinu hjá FH. Félagið vonast til að fá hann aftur sem fyrst. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Eiður Smári tók við FH ásamt Sigurvini Ólafssyni þann 19. júní og samdi til 2024. Gengi liðsins hefur verið slakt en það situr í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. FH komst þó í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi 3-2 um helgina eftir framlengdan leik. Heimildir Vísis herma að Eiður hafi verið tekinn ölvaður undir stýri í vikunni. Það atvik hafi leitt til fundar stjórnar knattspyrnudeildar FH í dag þar sem ákvörðun var tekin um að hann skildi stíga frá starfi sínu, um stundarsakir hið minnsta. Í yfirlýsingu FH segir: „Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.“ Þá er staðfest að Sigurvin Ólafsson verði áfram þjálfari liðsins en óljóst er hvort annar þjálfari stígi inn og verði honum til halds og trausts í ljósi brotthvarfs Eiðs. Vera má að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála stígi þar inn. Eiður var áður þjálfari félagsins ásamt Loga Ólafssyni sumarið 2020 en hann hætti hjá FH um veturinn 2020 til að verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Honum var vísað úr því starfi af KSÍ vegna áfengisneyslu í nóvember í fyrra. Fyrsti leikur FH eftir breytingarnar er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni við Leikni á sunnudaginn kemur. Leiknir er stigi fyrir ofan FH, í öruggu sæti. Þjálfarabreytingar eru einnig í farvatninu hjá Leikni en í gær tilkynnti Sigurður Höskuldsson að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Tilkynning FH í heild Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð. Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar FH
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira