„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 11:31 FH-markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson öskrar sína menn áfram í bikarúrslitaleiknum á dögunum en þarna eru með honum þeir Ólafur Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Eggert Gunnþór Jónsson Vísir/Hulda Margrét Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira