Þórir segir eðlilegt að lykilkona hans setji handboltann einu sinni í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 12:01 Veronica Kristiansen sést með liðsfélögum sínum í norska landsliðinu þeim Camilla Herremm, Marta Tomac og Stine Bredal Oftedal. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, verður án lykilmanns í titilvörninni á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði en í gær var það gert opinbert að Veronica Kristiansen verður ekki með norska landsliðinu að þessu sinni. Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira