Chelsea á topp E-riðils eftir sigur gegn tíu leikmönnum AC Milan

Chelsea vann öruggan sigur gegn AC Milan í kvöld.
Chelsea vann öruggan sigur gegn AC Milan í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vann öruggan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn þurftu að spila stærstan hluta leiksins manni færri og sigur gestanna því í raun aldrei í hættu.

Fikayo Tomori, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Chelsea, átti ekki sinn besta dag gegn sínu gamla félagi, en hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu strax á 18. mínútu leiksins þegar hann braut á Mason Mount innan vítateigs. Ekki nóg með það að fá dæmda á sig vítaspyrnu, heldur fékk Tomori einnig að líta beint rautt spjald og liðsmenn AC Milan því manni færri það sem eftir lifði leiks.

Ítalinn Jorginho fór á punktinn fyrir Chelsea og skoraði af miklu öryggi fram hjá Ciprian Tatarusanu í marki Milan.

Það var Pierre-Emerick Aubameyang sem tvöfaldaði forystu gestanna með marki á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Mount og þar við sat. 

Lokatölur 0-2 og Chelsea trónir á toppi E-riðils með sjö stig eftir fjóra leiki, þremur stigum miera en AC Milan sem situr í þriðja sæti riðilsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira