28. september hófst þáttaröð á streymisveitinni Stöð 2+ um tónlistarmanninn Húgó. Í síðustu tveimur þáttum fengu áhorfendur að fylgjast með hópnum á bakvið tónlistamanninn, allt frá því hvernig lagið „Hvíl í Friði“ var gert, hvernig röddin var fundin, frá fyrstu skissu yfir í loka útlit.
Í kvöld kl. 19:20 á Stöð 2 verður svo hulunni svipt af Húgó í fyrsta sinn og fáum við loksins að vita hver manneskjan er á bakvið röddina. Hér kemur smá kitl frá Stöð 2.